Mygla í tjaldvögnum og tjöldum

Myglueyðing í tjöldum og tjaldvögnum

Það kemur ýmislegt í ljós þegar búið er að taka tjaldvagna og tjaldbúnað úr geymslum, til dæmis „MYGLA“ sem að er ótrúlegar leiðinlegur ferðafélagi. Mygla myndast oft ef að tjaldbúnaði er pakkað saman án þess að leyfa honum að þorna almennilega. Ef að þörf er á því að pakka saman í bleytu þá borgar sig að opna þegar heim er komið og láta þorna vel.

Í fyrsta lagi þá er alls ekki heilsusamlegt að sofa í mygluðu tjaldi, eða í návist við myglu þar sem að þú andar að þér myglugróinu. Í mörgum tilfellum þá getur slíkt valdið óþægindum í öndunarfærum, höfuðverk og almennum slappleika. Þetta á sérstaklega við um þá sem eru veikir fyrir í öndunarfærum og lungum. Myglu fylgir annar hvimleiður hlutur “Óþefur” sem í daglegu tali er kallað fúkkalykt þó að sú skilgreining sé ekki alveg algild og þessi lykt er missterk.

Það getur verið miserfitt að þrífa myglu úr tjaldbúnaði. Það fer þó eftir því á hvaða stigi myglan er og hversu dreifð hún er. Þegar mygla er orðin kolsvört og blettir út um allt kallar það á allsherjar þrif með sterkum myglueyðandi efnum. Eftir slík þrif er nauðsynlegt að þurrka tjaldbúnaðinn vel og lofta mjög vel um tjöldin.

Svampdýnur

Við fáum mjög oft fyrirspurnir um svampdýnur sem eru orðnar myglaðar og illa lyktandi. Það getur verið ótrúlega erfitt að þrífa slíkar dýnur. Dýnurnar eru misþéttar í sér og að þrífa þær með hreinsiefnum og skola þær eftir slík þrif getur tekið gríðarlega langan tíma sem og að þurrka þær. Ef að þetta eru bara hefðbundnar svampdýnur getur borgað sig að kaupa nýjar í stað þess að leggja í bæði efniskostnað, mikla vinnu og fyrirhöfn sem ekki er víst að beri árangur.


Hvernig á að þrífa myglaðan tjaldbúnað?

Öflugasta myglueyðandi efnið sem við eigum til heitir Mildex-Q. Mjög sterkt myglueyðandi efni sem að inniheldur klór, en klórinn hjálpar til við að eyða svörtu blettunum eftir mygluna sem oft á tíðum virðast nánast fastir í tjöldunum. Mildex-Q myglueyðirinn vinnur gríðarlega vel á þessum blettum og nær þeim úr í langflestum tilfellum við fyrstu þrif, þó getur þurft að endurtaka þrifin í einhverjum tilfellum ef að tjaldið er mjög myglað og mikil svört mygla komin í það.

Mildex-Q er einnig með sótthreinsandi virkni á sama tíma svo það er ekki þörf á sérstakri sótthreinsun eftir notkun með Mildex-Q

Við höfum leiðbeint ótrúlegum fjölda fólks undanfarin ár við þrif á myglu í tjaldvögnum og tjaldbúnaði. Eftir slík þrif öðlast tjaldið og tjaldvagninn nýtt líf svo ekki sé talað um tjaldbúana sjálfa.

Mygluhreinsun með Mildex-Q

  1. Úðið Mildex-Q yfir svæði sem á að meðhöndla og látið standa í 5-15 mínútur (bleytið vel í erfiðum blettum).
  2. Stundum er þörf á því að þrífa tjaldbúnað að innanverðu líka þó svo að það sé ekki eins algengt.
  3. Skolið vel með köldu eða volgu vatni. Passið ykkur ef að þið eruð að skola með háþrýstidælu, krafturinn í þeim getur rifið tjaldið.
  4. Ef að það eru ennþá blettir í tjaldinu, endurtakið lið 1,2 og 3.
  5. Látið tjaldið þorna mjög vel.
  6. Rakaverjið flötinn og sérstaklega vel í kringum sauma og rennilása.
  7. ATHUGIÐ! Það verður að setja vatnsvörn á eftir þrifin, ef að hún er ekki sett á tjaldið þá er eiginlega öruggt að það lekur inn í tjaldið. Flest öll sterk hreinsiefni s.s. Mildex-Q leysa upp vatnsvörnina.

Önnur sótthreinsiefni


Vatnsvörn fyrir tjaldbúnað og útivistarbúnað

Það er algerlega nauðsynlegt að vatnsverja tjaldbúnað eftir svona öflug þrif, hreinsiefnin eru sterk og leysa upp vatnsvörnina. Einnig má nefna að vatnsvörn veðrast af með tímanum, hvort sem um er að ræða sól, rigningu eða vind. Það er mjög góð regla að byrja ferðasumarið með því að vatnsverja tjaldbúnað, allavega alla sauma og meðfram rennilásum. Leki byrjar oftast að smita með saumum og rennilásum og þeim flötum sem verða mest fyrir veðri og vindum. Það vill enginn vakna holdvotur um miðja nótt. Best er að vatnsverja tjöldin ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti, það léttir fyrir öll þrif og óhreinindi binda sig ekki eins vel við tjaldbúnaðinn.

Kostnaður við að vatnsverja er ekki mikill en það eykur einnig endingu tjaldanna til muna ásamt því að t.d. Nikwax inniheldur sólarvörn sem ver gegn upplitun efnisins. Vatnsvarnarefni er hægt að fá í verslun Kemi, Tunguhálsi 10 og í vefverslun okkar.

Nikwax Tent & Gear
Tilbúið til notkunar
Nikwax Tent & Gear
Þykkni til blöndunar
Scotchgard Heavy Duty
Vatnsvörn sprey

Almenn þrif á tjaldvögnum og hjólhýsum

Við erum með gott úrval af hreinsiefnum sem og bónvörum sem henta á plastefni eins og er í tjaldvögnum og hjólhýsum. Cleaner Degreaser frá Oil Eater hefur verið vinsælt. Cleaner Degreaser hentar gríðarlega vel til þess að þrífa öll plastefni, þar af leiðandi frábært í ferðavagna, húsbílba, hjólhýsi, báta og margt fleira sem er úr plasti. Ef að þú ert í allsherjar þrifum þá mælum við hiklaust með því að þú kippir með þér Oil Eater Cleaner Degreaser.

Cleaner Degreaser er alger snilld á útigrillið, felgurnar, gólfið í skúrnum, bletti í fatnaði, heita pottin og svo margt fleira. Fæst í nokkrum stærðum.

… Oil Eater Cleaner Degreaser er bara alger snilld í brúsa.

Lyktareyðing

Kemi býður mikið og gott úrval af lyktareyðandi hreinsiefnum. Við eigum bæði efni sem eru tilbúin til notkunar og efni sem þarf að blanda niður.


Athugið – Notkun á efnavörum!

Við notkun á mildri eða sterkri efnavöru á tau- og gerviefni. Prófaðu þau ávallt fyrst á lítt sjáanlegu svæði til að sjá hvernig efnið bregst við. Það skiptir engu máli frá hvaða framleiðanda hreinsiefnið er. Lestu ALLTAF leiðbeiningar og fylgdu þeim, það er ástæða fyrir leiðbeiningum á vörum almennt.

Ekki þrífa í beinu sólarljósi þar sem sólin flýtir uppgufun efnanna ásamt því að það geta komið blettir og jafnvel litamismunur á yfirborðinu. Þar af leiðandi verður minni virkni í þeim efnum sem þú notar.

Ert þú í vafa með notkun efnanna?

Hafðu samband við sölumann Kemi í síma 415 4000 eða sendu tölvupóst á kemi@kemi.is. Þú ert líka velkomin/nn í verslun okkar að Tunguhálsi 10, við tökum vel á móti þér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.