Mildex-Q myglueyðandi hreinsiefni

Mildex-Q er öflugt myglueyðandi hreinsiefni

Mildex-Q er sterkt myglueyðandi hreinsiefni sem inniheldur klór. Mildex-Q er notað í margskonar aðstæðum og er auðvelt í notkun. Við notkun á sterkum hreinsiefnum eins og Mildex-Q þarf að passa að ekki séu leifar af öðrum sápum og hreinsiefnum, ef svo er þá þarf að hreinsa það í burtu.

Þegar verið er að hreinsa myglu þarf að skoða það hvort að mikið er af henni og hvort að hún liggur í þykku lagi á yfirborðinu. Best er að hreinsa alla lausa myglu í burtu eins varlega og hægt er til að þyrla ekki upp myglugróinu að óþörfu. Súrefni og góð loftun er gríðarlega mikilvæg þegar kemur að því að halda myglu í skefjum.

Þvottavélar

  • Athugaðu hvort að það hefur myndast slím í sápuhólfi vélarinnar og/eða í þéttikannti þvottavélarinnar (dökkgrátt eða gulleitt slím).
  • Ef að slím hefur myndast, taka sápuboxið út og hreinsið vel.
  • Úðið Mildex-Q myglueyðinum inn í sápuhólfið og í sápuhólfið sjálft.
  • Hreinsið þéttikanntinn og glerið á þvottavélinni sama máta.
  • Settu c.a. 3 dl af Mildex-Q myglueyðinum beint inn í þvottavélina (hella inn í vélina), stilltu þvottavélina á venjulegt prógramm 30-40°C og láta vélina í gang (vélin á að vera tóm). Þetta er gert til þess að Mildex-Q nái að fara um alla vélina og komast í snertingu við alla fleti.
  • Því næst á að setja vélina á suðuprógramm (mesta hita) þar sem sveppurinn á ekki að  lifa þann hita af.

Nánari upplýsingar um þvottavélar má sjá í greininni “Ólykt úr þvottavélum” en í þeirri grein er farið ítarlegar í þau mál.

Uppvöskunarvélar

  • Mildex-Q myglueyðir hentar vel til þess að sótthreinsa sem og til þess að mygluhreinsa þéttikanta á uppvöskunarvélinni. Mildex-Q eyðir bakteríum og myglu á kantinum. Úðið vel á kantinn og strjúkið með rökum klút þar til yfirborðið er hreint.
  • Til að sótthreinsa uppvöskunarvélina að innan: Setjið 300 ml af Mildex-Q í botninn á vélinni og látið hana á stutta hreinsun.

Ísskápar

Mygla getur sest á þéttikannta á ísskápum og koma þar fram sem blettir dökkir að lit. Oft er hægt að taka þessa lista af ísskápshurðunum.

  • Úðið vel yfir þéttikanntana og passið að væta vel í kverkar og innfellingar á listanum. Skolið listann vel með vatni og þurrkið.
  • Sótthreinsun, hægt er að sótthreinsa ísskápa  með Mildex-Q, úðið vel inn í ísskápinn, látið standa í nokkrar mínútur og þrífið eða skolið svo vel eftir með vatni.

Gluggar

Í kverkar á gluggum íbúða eru oft kuldaskil og þar á raki það til að þéttast, þetta gerist oft í minni herbergjum sem sofið er í og eru lokuð eru að næturlagi (þéttist hraðar rakinn í þeim aðstæðum). Ef að myglan er orðin svört og mikið er af henni þá er best að hreinsa allt utanáliggjandi í burtu eins varlega og hægt er vætið pappírsþurrku með Mildex-Q og strjúkið til að þyrla ekki upp myglugróinu.

  • Úðið Mildex-Q yfir og látið standa í smá stund, og strjúkjið svo svo yfir með rökum klút, endurtakið eins 0g þörf er eða þar til svarti liturinn er farinn. Loftið vel um gluggann og rýmið.

Steinn og steypa (veggir og gólf)

  • Úðið yfir flötinn og látið standa og þorna, yfirleitt er ekki þörf á að þrífa steypu sérstaklega eftir notkun með Mildex-Q.

Timbur

  • Timbur er gljúpt efni, nauðsynlegt er að bleyta vel í timbrinu með Mildex-Q myglueyðir og láta efnið þorna á timbrinu.

Tjöld og tjaldvagnar

  • Þegar Mildex-Q myglueyðir er notaður til að hreinsa tjöld og tjaldvagna þá borgar sig alltaf að nota það á lítt sjáanlegu svæði á tjaldinu til að byrja með. Ástæðan fyrir því er að sjá hvernig efnið í tjaldinu bregst við. Mildex-Q inniheldur klór þá getur það upplitað. Yfirleitt eru tjöld úr mjög sterkum tauefnum og mjög litföst. Þegar búið er að hreinsa með Mildex-Q þarf að rakaverja tjaldið aftur.

Bílar (teppi, sæti og bílbelti)

Þar sem við búum við stanslausar hitasveiflur á íslandi getur saggað inni í bílum sér í lagi ef að þeir standa lokaðir í talsverðan tíma og í þeim tilfellum þá myndast mygla enda þetta fullkomnar aðstæður fyrir það. Athugið Mildex-Q hentar ekki í öll þessi þrif þar sem efnið inniheldur klór og getur upplitað bómullarefni. Þess ber þó að geta að oftast eru teppi og bílbeltin úr mjög slitsterkum gerviefnum s.s. nælon og þar hentar Mildex-Q vel. En við bendur fólki ávallt á það að prófa Mildex-Q ávallt á lítt sjáanlegum stað þegar hreinsun fer fram.  En blettirnir sem koma undan myglunni eru ekki smekklegir t.d. á ljósum bílbeltum og í mjög mörgum tilfellum eyða hreinsiefnin ekki blettunum og oft er mjög erfitt að hreinsa þá í burtu nema með svona sterkum efnum eins og Mildex-Q.

Loftstokkar í bílum

Það getur myndast mygla í frjókornasíunni í raka með tilheyrandi fúkkalykt. Skiptið reglulega um frjókornasíuna.

  • Takið frjókornasíuna úr og hendið henni þar sem það er ekki hægt að þrífa þær.
  • Ræsið bílinn og setja miðstöðina á fullan kraft og láta hana taka útiloft.
  • Úðið sótthreinsandi efni t.d. Virkon upplausn í loftinntakið í hvalbaknum og láta miðstöðina vera á miðlungshita þegar þetta er gert.

Mygla, fljótt á litið

Mygla er agnarsmár sveppur, sveppurinn myndar gró sem svífa um í loftinu. Mygla kemur yfirleitt þar sem raki er og þrífst best í röku umhverfi. Vöxtur myglu er háður fjórum þáttum: æti, lofti, viðunnandi hitastigi og vatni.  Við bendum á að góðar og gagnlegar upplýsingar um áhrif raka og myglu á heilsu manna á má nálgast á vef  Eflu verkfræðistofu  en einnig eru upplýsingar á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Hjá Kemi, Tunguhálsi 10 og á vefverslun okkar færð þú úrval af hreinsiefnum til þess að eiga við myglu sem dæmi má nefna efnin Anti-Kim, Virkon og Rely+On Virkon sem eru mjög öflug myglueyðandi sótthreinsiefni. Verkefnin eru mismunandi, hafðu samband við sölumann hjá Kemi og fáðu frekari upplýsingar fyrir þitt verkefni.