Ert þú með ferðavagn eða húsbíl ? Það er nauðsynlegt að hreinsa neysluvatnstanka í fellihýsum, hjólhýsum sem og húsbílum allavega einu sinni á ári helst 2 sinnum. Best er að hreinsa neysluvatnstankana í upphafi ferðaárs. Hér á íslandi standa fellihýsin, hjólhýsi, húsbílar rútur o.fl. oft hreyfingarlaus yfir vetrartímann og oftast með einhverju vatni í neysluvatns-tankinum. Á geymslutímanum getur vatnið fúlnað í tönkunum og í því myndast örverugróður og bakteríur ásamt því að það verður oft ólykt af því.
Athugið að vatn sem er með örverum og sýklum getur valdið óþægindum í maga, niðurgangi og jafnvel valdið þvagfærasýkingu, þetta fer þó mismunandi í fólk og ekkert algilt í þessu. Passið upp á að halda vatni og vatnslögnum ferskum og í góðu lagi. Þetta á að sjálfsögðu líka við venjulega vatnsbrúsa líka 5, 10 og 20 lítra eins og oft er ferðast með, það er létt að hreinsa þá, fylgja sömu leiðbeiningum og eru hér að neðan.
Hvernig veit ég hvort það er komið líf í vatnstankinn?
Ef að vatnið er slepjulegt / slýkennt, það er ólykt af því eða bragðvont þá eru miklar líkur á því að það sé eitthvað líf sé byrjað að myndast í vatninu.
Hvernig á að þrífa vatnstanka í ferðavögnum?
Hjá Kemi færð þú efni sem heitir því einfalda nafni “Vatnslagnahreinsir”, það er sérstaklega gert til hreinsunar og sótthreinsunar á neyslulögnum. 1 líter dugar til hreinsunar á forðatanki sem tekur 30-35 lítrar af vatni. Efnið inniheldur litarefni sem lætur þig vita hvenær þú ert búinn að skola því út úr öllum löngum.
Hreinsun með 15% klór
Það er möguleiki að notast við 15% klór (sterkan klór) til þess að sótthreinsa vatnstanka og neysluvatnskerfi. hann er notaður mjög víða til sótthreinsunar í matvælaiðnaði s.s. fisk- og kjötvinnslum, einnig er hann notaður til sótthreinsunar á vatnstönkum skipa og báta. Við eigum 15% klór í 10 lítra einingu, það er minnsta einingin sem hægt er að fá.
Til að ná sem bestum árangri með 15% klór er æskileg blöndun 0,13-0,2dl í hverja 10 lítra af vatni. Þessa blöndu þarf síðan að margfalda miðað við stærð á vatnstanki.
Vatnslagnahreinsirinn er einfaldur í notkun
Hér má sjá leiðbeiningar um það hvernig þetta er framkvæmt
- Tæmið allt vatn úr lagnakerfinu.
- Bætið blönduðum vatnslagnahreinsi á forðatankinn alveg upp í topp.
- Dælið í gegnum kranakerfið og látið liggja í kerfinu 30 til 60 mínútur.
- Hleypið reglulega 10-20 sekúndur í gegnum kranana á meðan beðið er.
- Tæmið allt úr forðatanki í gegnum kranakerfið
- Hreinsið út með miklu af vatni og látið leka út í gegnum kranakerfið þar til vatnið kemur tært í gegnum kerfið.
Ef að lagnirnar eru mjög mengaðar, endurtakið allt ferlið hér að ofan.
Vörur fyrir ferðavagna
Hjá Kemi færð þú allt til að þrífa ferðavagninn og eða húsbílinn að innan sem utan. Einnig bjóðum við mikið úrval af efnavörum frá Walex sem eru ætluð til notkunar í ferðasalerni.