Er ferðavagninn að fara í geymslu?

Í lok sumars er ýmislegt sem þarf að huga að þegar kemur að geymslu á ferðavögnum, hjólhýsum og húsbílum fyrir veturinn.

Ef geyma á ferðatækið hvort sem er inni eða úti eða í geymslu þar sem frystir ætti alltaf að setja á neysluvatnstankinn þar til gerðan frostlög sérstaklega ætlaðan fyrir húsbíla. Hann kemur í veg fyrir frostskemmdir en einnig að mygla komist í kerfið á meðan það er í geymslu. Því þarf frostlögurinn örugglega að vera í öllum slöngum ferðavagnsins.

Þegar búið er að tæma allar lagnir og geyma er skrúfað fyrir botnloka hitatúpunnar/boilersins og tappi settur í neysluvatnsgeyminn.

Leiðbeiningar

Frostlögur fyrir húsbíla – Neysluvatnskerfi

 Kemi frostlögurinn (vörunúmer: 112685-rv) er tilbúinn til notkunar, sérstaklega ætlaður til notkunar á neysluvatnskerfi sem og önnur lagnakerfi húsbíla og ferðavagna. Frostlögurinn inniheldur öfluga bakteríu- og tæringarvörn. Frostþol allt að -26°C.

LEIÐBEININGAR: Tæmið allt lagnakerfið og setjið frostlöginn beint á kerfið, skrúfið örlítið frá krönum til að fá vökvann inn í blöndunartæki og vatnlása.

Þegar tækið fer aftur í notkun að geymslu lokinni skal skola neysluvatnskerfið mjög vel og að lágmarki í 3 – 4 skipti með hreinu vatni.

ATH! Þú getur notað gamla frostlöginn aftur, þegar þú tæmir af kerfinu í upphafi sumars, settu hann á brúsann sem hann kom í og geymdu hann, það er enginn ástæða að henda honum, hann má nýta 2-3 sinnum ef það fer ekki mikið til spillis við aftöppun kerfis.

Neysluvatnskerfi – Lagnahreinsun

Gott er þegar búið er að tæma frostlöginn að vori að hreinsa kerfið með Vatnslagnahreinsi frá Kemi (vörunúmer:020-00750).

Það er nauðsynlegt að hreinsa neysluvatnstanka í fellihýsum, hjólhýsum sem og húsbílum allavega einu sinni á ári helst 2 sinnum. Best er að hreinsa neysluvatnstankana í upphafi ferðaárs. Hér á íslandi standa fellihýsin, hjólhýsi, húsbílar rútur o.fl. oft hreyfingarlaus yfir vetrartímann og oftast með einhverju vatni í neysluvatns-tankinum. Á geymslutímanum getur vatnið fúlnað í tönkunum og í  því myndast örverugróður og bakteríur ásamt því að það verður oft ólykt af því.

Ítarlegri leiðbeiningar um vatnslagnahreinsunina má sjá á hlekknum hér að neðan sem og á meðfylgjandi myndbandi.

https://kemi.is/frodleikur/hreinsun-a-vatnslognum-hjolhysa-og-husbila/

Rafgeymar og sólarsellur

Það þarf að passa upp á rafgeyma séu þeir notaðir í ferðavagnana. Takið rafgeymi / neyslugeyminn úr ferðavagninum og setjið á hann hleðsluvaktara sem viðheldur réttri spennu á rafgeyminum meðan hann er ekki í notkun, einnig er hægt að hlaða hann 2-3 sinnum yfir veturinn.

Ef þú ætlar að hafa rafgeyminn í ferðavagninum á meðan geymslu stendur þá bgorgar sig að vera með hleðsluvaktara til að koma í veg fyrir að rafgeymirinn tæmist ekki og jafnvel skemmist.

Ef þú tekur rafgeyminn úr vagninum borgar sig að að aftengja sólarselluna í leiðinni.

Hjá Kemi Tunguhálsi 10 og hjá Poulsen, Skeifunni 2 færð þú Bosch og NOCO hleðslutæki og rafgeymavaktara ásamt Bosch rafgeymum og neyslugeymum.

Rakamyndun

Í köldum geymslum getur myndast raki, sérstaklega þegar það skiptir milli kulda og hita eins og gerist oft hér á landi.

Það er mjög gott að setja inn í vagninn rakapeyðandi púða sem bindur allan raka sem myndast inn í ferðavagninum, hjólhýsinu eða húsbílnum. 2-3 púðar eiga að duga inn í hjólhýsi eða húsbíl. Það er síðan hægt að nýta púðana aftur og aftur.

Cardos margnota rakaeyðandi púðar (sjá hér hægra megin) henta vel til þess að losna við rakavandamál í bílum, húsbílum, hjólhýsum, tjaldvögnum og flestum öðrum stöðum þar sem raki er til staðar. Púðinn er með blátt merki sem verður bleikt að lit þegar hann er fullmettaður. Þá þarf að taka púðann, þurrka hann. Púðann má þurrka í örbylgjuofni. ** 

1.440 kr.