Vetur konungur er farinn sýna sig og þá er nauðsynlegt að undirbúa bílinn fyrir veturinn. Það eykur öryggi ökumanna í umferðinni ásamt því að gott viðhald og góð umhirða eykur endingu og viðheldur verðmæti ökutækisins. Hér fyrir neðan stiklum við á nokkrum hlutum sem gott er að fara yfir áður en veturinn brestur í öllu sínu veldi.
Hvað er gott að hafa í bílnum?
Rúðuvökva, hrímeyði til að hreinsa frosthrímið utanvert af bílrúðunum, rakapúða til að minnka rakann innanvert í bílnum, rúðusköfu, kúst, jafnvel snjóskóflu. Það er líka gott að smyrja gúmmikanta á hurðum með sílikon spreyi svo þeir festist ekki og einnig er gott að smyrja í læsingar helst með þurrsmurningu sem hrindir frá vatni.
Hrímeyðir
Vatnsvörn og rakavörn
Rúðuvökvi - Rúðupiss
Smursprey og smurefni
Er kveikt á öllum perum?
Perurnar á bílnum þurfa að vera í lagi og öll ljós í toppstandi það allt árið en sérstaklega þegar að það fer að dimma og að sjálfsögðu þarf að muna að vera með þau kveikt.
Skoða allar bílaperurGott að láta ástandsskoða rafgeymirinn
það er þekkt dæmi að rafgeymar gefa sig í frosti, álagið á þá eykst við kulda og frost. Það er því gott að fá ástandsskoðun á rafgeyminn og ef að rafgeymirinn er orðinn slappur þá er um að gera að endurnýja hann.
Skoða alla rafgeymaFrostlögur
það margborgar sig að láta mæla frostgildið í frostleginum, það er hægt að fá það gert t.d. á smurstöðvum einnig á sumum bensínstöðvum og jafnvel sumum sérverslunum sem selja frostlög.
Skoða frostlögFrostlögur
Frostlögur
Frostlögur
Frostlögur
Frostlögur
Frostlögur
Frostlögur
Frostlögur
Rúðuþurrkur og rúðuvökvi
Rúðuþurrkur eru gríðarlega mikilvægur búnaður og á veturna eykst mikið notkun á þeim, skiptu þeim strax út fyrir nýjar þegar þær eru farnar að slitna. Þú getur fundið réttu rúðuþurrkurnar þínar í varahlutaleitinni með því að setja bílnúmerið þitt inn hér að ofan, þá færð þú akkúrat réttu blöðin á bílinn þinn!
Er rúðuvökvinn á bílnum frostþolinn? Á sumrin er stundum bara verið að setja vatn í stað rúðuvökva sem er í góðu lagi en getur valdið vandræðum þegar frostið fer að herja á okkur. Það að vera með bara vatn þegar frostið kemur getur valdið skemmdum á rúðuvökvadælum og tengdum búnaði, gakktu úr skugga um að rúðuvökvinn þoli frostið.
Rúðuvökvi - Rúðupiss
Hrímeyðir
Ert þú búinn að bóna bílinn?
Það er mjög gott að vera með bílinn vel bónaðann allan ársins hring en sérstakelga er það gott fyrir veturinn. Bónið hrindir óhreinindum og vatni frá og það festist minni snjóar á bílnum.
Einnig er mjög gott að vera með vatnsfælandi efni á bílrúðunum, það gerir það að verkum að minni raki festist við þær og minna vesen verður að skafa þær á veturna.
Skoða bílabón og hreinsiefni í vefverslunBílasápa
Bílabón
Bílasápa
Bílasápa
Bílasápa
Bílasápa
Dekkin þurfa að vera í lagi!
Dekkin gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að umferðaröryggi. Það þarf að passa það að réttur loftþrýstingur sé í þeim ásamt því að munstrið þeim sé í lagi upp á grip að gera og góða aksturseiginleika.
Það er mjög gott er að þrífa dekkin reglulega með tjöruhreinsi eða dekkjahreinsi það eykur veggrip í snjó og hálku.