Valvoline Diesel Cold Flow Improver er bætiefni í dísilolíu og er ætlað fyrir allar gerðir dísilvéla. Kemur í veg fyrir að dísilolían þykkni í kulda og frosti og bætir flæði og bruna eldsneytisins. Valvoline Diesel Cold Flow Improver hjálpar til við að halda dísilollíu sem og hitaolíu virkri og kemur í veg fyrir að olían verði hlaupkennd, jafnvel þegar vélin er útsett fyrir mjög lágu hitastigi og köldu loftslagi.
Í miklum kulda og frosti getur dísilolía og hitaolía kristallast og orðið gelkennd (vaxkennd), við slíkar aðstæður eiga hráolíusíur það til að stíflast. Bætiefnið er fyrirbyggjandi en það lagar ekki ef að olían er öll orðin gelkennd (vaxkennd).
Leiðbeiningar
Bætið Diesel Cold Flow Improver í dísilolíuna eða hitaolíuna áður en hitastig nær 0°C. Best er að bæta efninu við fyllingu á eldsneytistankin til að fá sem besta blöndun saman við olíuna.
- 1 flaska (300ml) dugar í allt að 300 lítra af dísilolíu miðað við -3°C
- 1 flaska (300ml) dugar í allt að 150 lítra af dísilolíu miðað við -6°C
- 1 flaska (300ml) dugar í allt að 60 lítra af dísilolíu miðað við -12°C