Unitor™ DieselPower™ Biocontrol (Dieselpower MAR 71) er bakteríueyðir sem er ætlaður fyrir díselolíu. Sérhannaður vökvi / sæfiefni gegn öllum lífrænum gróðri í eldsneytistönkum og eldsneytiskerfum. Unitor™ DieselPower™ Biocontrol eyðir öllum lífrænum bakteríum og örverum í eldsneytinu við notkun.
Eiginleikar efnisins:
- Eyðir örverum, sveppagróðri og bakteríum í díselolíu
- Heldur síum og spíssum hreinum
- Kemur í veg fyrir tæringu í eldsneytiskerfi
- Hentar fyrir málma og gúmmí
Unitor DieselPower Biocontrol vinnur í laginu milli vatns og eldsneytis, og á yfirborðum eins og samskeytum og gljúpum, einmitt þar sem bakteríurnar vaxa best.
Notkunarleiðbeiningar:
Unitor DieselPower Biocontrol er sjálfdreifandi og blandast vel við olíuna og má því hella því beint út í olíutankinn. Athugið að til þess að ná sem bestum árangri þarf eldsneytistankurinn að vera fullur.
Blöndun
- Til að fyrirbygga: 0,2 lítrar í hverja 1.000 lítra af eldsneyti.
- Reglulegt viðhald: 0.6 lítrar í hverja 1.000 lítra af eldsneyti á 2ja mánaða fresti óháð því hversu mörg tonn af eldsneyti hafa farið í gegnum tankinn.
- Til eyðingar á smitaðri olíu: 0.8 lítrar í hverja 1.000 lítra af eldsneyti.
- Mikið smituð olía, gróður í síum: Sjokk-meðferð svokölluð, 3 lítrar í hverja 1.000 lítra ef eldsneyti. Leyfið efninu að liggja í tankinum/kerfinu í lágmark 24 klst til að brjóta niður allt lífrænt.
Besta leiðin til að vera fullviss um að góð dreifing sé á efninu er:
- Dæla díselolíu á milli eldsneytistanka.
- Setjið DieselPower Biocontrol í eldsneytistankinn þegar hann er c.a. 1/3 fullur og fylla svo tankinn. Við þetta rótast efnið vel saman við díselolíunu og mjög góð dreifing næst.
- Forblanda DieselPower Biocontrol í eldsneytið sjálft og bæta því svo í eldsneytistankinn, þetta ber þó að varast sérstaklega í stórum eldsneytistönkum og hafa skal í huga öryggi starfsmanna þega