Concrete Remover er sérhæft hreinsiefni sem ætlað er til notkunar á leifar af múr- og steypu, sementi, spartli, hentar einnig á olíu, dísel sót og vegaóhreinindi. Leysir hratt og vel upp sement og sementsrsryk.
Fjarlægir þurrar leyfar af steypu, múr, sementi o.fl. Hentar mjög vel á tækjabúnað sem notaður er við slíka vinnu sem og steypubíla, dælur steypumót og verkfæri.
Upplýsingar og leiðbeiningar
- Bleytið aldrei yfirborðsfleti með vatni fyrir notkun
- Ekki ætlað til þynningar (efnið er tilbúið til notkunar)
- Notið ekki í beinu sólarljósi
Notkunarleiðbeiningar
- Notið kvoðubúnað / kvoðukút / kvoðubyssu
- Úðið vel yfir flötinn sem á að vinna með og Þekið vel allt sem á að hreinsa af
- Berið á aftur ef þörf þykir
- Burstið flötinn ef þess gerist þörf
- Leyfið Concrete Remover að standa frá 30 mínútum til 24 klukkustunda áður en það er hreinsað af
- Þrífið efnið af með vatni eða háþrýstidælu
- Þar sem frekari múr- og steypuleyfar eru, endurtakið ferlið
Ítaregri upplýsingar má sjá í viðhengi
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.