Drain B-Gon er mjög öflugur stíflubani / stíflueyðir í duftformi (appelsínugular litlar kúlur) sem að hentar vel þar sem erfiðar stíflur eru og sérstaklega gerður til að leysa upp hár, sápuleifar og alla fitu. Leysir upp hár, slím og sápuskán, hlandstein, eyðir ólykt. Stíflubaninn Drain B-Gon skemmir ekki lagnir.
Áríðandi:
- Lesið alltaf leiðbeiningar fyrir notkun.
- Notist alls ekki með heitu vatni.
- Notist alls ekki með öðrum efnum, slíkt getur valdið efnahvörfum.
Notkunarleiðbeiningar
- Fjarlægið sem mest af vatni úr vatnslás þ.e.a.s. ef það er mögulegt, hellið c.a. 1/2 – 1 dl. af stíflubananum Drain B-Gon beint í niðurfallið.
- Haldið efninu frá ykkur þegar því er hellt í niðurfallið.
- Látið efnið standa í niðurfallinu í 60-90 sekúndur og að því loknu látið kalt vatn renna í niðurfallið í 5 mínútur.
- Ef þörf er á, endurtakið ferlið eins oft og þarf þar til að það rennur vel í gegnum niðurfallið.
ATHUGIÐ! Varist það að vera með andlitið ofan við niðurfallið (það á við um allar gerðir af stíflueyðum) á meðan verið er að hella í það og hreinsun er í gangi. Forðist alla snertingu við matvæli og svæði þar sem matvæli eru meðhöndluð og þrífið vel eftir meðferð.
Við notkun á stíflueyðum og öllum sterkum efnum þá bendum við á að það á alltaf að nota viðeigandi hlífðarfatnað við notkun þeirra s.s. gúmmíhanska, öryggisgleraugu og andlitsgrímu.
pH gildi (m.v. 10% blöndu): 13-14 Inniheldur: 565 gr.