Vönduð og góð einnarhanda smursprauta sem kemur með 450mm barka. Hægt er að fylla á smursprautuna á þrennan máta þ.e. með því að setja í hana 400 ml hylki/túpur eða með því að soga upp í hana en einnig er hægt að dæla í hana í þar til gerðan áfyllingarventil. Kemur með loft-tæmi ventli til að tappa af henni lofti sem kann að myndast til dæmis við áfyllingar.
Gott grip er á handfanginu. Smurstúturinn á slöngunni/barkanum er sterklega byggður með 4 kjálkum, veitir gott grip á smurkoppinn.
Dælir
: 115 gr á hverjar 100 pumpanir miðað við þrýsting 2.850 / 196 bör.
57 gr. á hverjar 100 pumpanir miðað við þrýsting 8.500 / 586 bör