Lalsil® Dry HC er íblöndunarefni fyrir grasslægju og er ætlað til varðveislu á grasi og grænfóðri. Lalsil Dry er hvítt duft sem leysist upp í vatni. Efninu er ætlað að tryggja geymsluþol og stöðugleika við loftháðar aðstæður fyrir hey með lágt sykurmagn og hlutfall þurrefnis.
Sameinar ensímakerfi með sýrandi afbrigði af mjólkursýruörveru, sem brýtur niður sellulósa og Lactobacillus buchneri NCIMB 40788, sem er einkaleyfisvarið.
Lalsil® Dry HC er umhverfisvænt, ekki ætandi og ekki eitrað. Efnið helst lífvænt í 24 mánuðir frá framleiðsludegi í upprunalegum umbúðum (í lokuðum umbúðum á svölum stað <4°C er ákjósanlegt).
Kostir við notkun á Lalsil® Dry HC
- Meiri fóðurgæði
- Betra gerjunarferli
- Betri inntaka
- Meiri meltanleiki
- Aukinn stöðugleiki eftir opnun
- Minni afföll
- Betri afkoma
1 poki af Lalsil® Dry HC inniheldur 200 gr. og dugar í 100 tonn af slægju.
Athugið fyrir notkun og blöndun:
Hreinsið öll blöndunarílát sem og forðatank dælubúnaðar mjög vel og vandlega. Við blöndun á Lalsil® Dry HC má alls ekki nota heitt vatn.
Blöndun:
- Leysið 100 gr. af Lalsil Dry HC í 2,5 lítrum af köldu vatni og hrærið vandlega.
- Setjið upplausnina 2,5 lítra út í forðatank úðadælu á vagninum, bætið 97,5 lítrum af köldu vatni út í forðatankinn (ATH! upplýsingar miðast við 100 lítra forðatank dælubúnaðar á vögnum).
- Lalsil® Dry HC upplausnin heldur sér mjög vel eftir blöndun og botnfellur ekki í forðatanki dælubúnaðar innan geymsluþolstíma.
- ATHUGIÐ: Eftir blöndun Lalsil Dry HC hefur upplausnin 24 klukkustunda geymsluþol.
Ítarlegri upplýsingar má nálgast hjá sölumönnum sem og í fylgiskjölum