Safety-Grip hálkuborði frá Heskins. Þessi útgáfa af hálkuborðanum kemur forskorinn í stærðinni 15cm x 61cm og er ætlaður til notkunar í þrep bæði innandyra og utandyra. Borðarnir eru seldir í stykkjatali en það eru 50 stk í pakka.
Hægt er að fá Safety-Grip hálkuborða í mismunandi grófleika sem og nokkrum litum. Við tökum þessa borða inn eftir pöntunum , við eigum þó oftast svart á lager. Pantanir eru alla jafnan að koma á 10-12 virkum dögum til landsins.
* Ef að þú ert að spá í aðra liti eða grófleika af þessum hálkuborða þá bendum við á að hafa samband við sölumann.
Grófleiki Safety-Grip
- H3401 Standard (H3401) þetta er minnsti grófleikinn en er með flesta litamöguleika.
- Grófur (Coarse – H3402) fæst í svörtu, gulu sem og í gulum & svörtum (Hazard) lit.
- Mjög grófur (Xtra coarse – H3402NUC) fæst eingöngu í svörtu.
Standard – Minnsti grófleiki
Coarse – Miðlungs grófleiki
Extra Coarse – Mesti grófleiki