Mjög öflugur bónmassi til að slípa burt fínar rispur og draga fram upprunalegan lit. Fínt áloxíðduft slípar niður grunnar rispur t.d. för eftir neglur, skemmdir eftir þvottakústa og önnur áhrif úr umhverfi bílsins sem rispa lakkið. Hin nýja Hybrid NetProtection tækni gefur óviðjafnanlegan gljáa og vatnsfráhrindandi verkun. Sérstök lífræn efni ásamt ólífrænum efnum mynda einstaka endingargóða formúlu sem er mjög veðurþolin og gefur lakkinu fallegan gljáa.
Notkunarleiðbeiningar:
- Þvoið bílinn með SONAX glansþvottalegi og þurrkið.
- Meðhöndlið plast og gúmmífleti með SONAX XTREME plast- og gúmmígeli. Þannig forðast þú hvíta bletti sem gætu komið af bónmassanum.
- Hristið brúsann fyrir notkun.
- Berið þunnt lag af bónmassa á lakkið með SONAX P-Ball eða SONAX áburðarsvampi, dreifið jafnt og nuddið með miðlungs þrýstingi. Athugið, meðhöndla skal heil svæði (t.d. vélarhlíf, þak) í einu.
- Fægið burt leifar af bónmassa með SONAX míkrófíber klúti.
- SONAX XTREME bón+gljái 3 má einnig nota með bónvélum.