Interflon Eco Degreaser
Mjög öflugt hreinsiefni sem er tilbúið til notkunar og inniheldur F-Active tæknina sem brýtur niður lífræn efni á áhrifaríkan mátt. Árangursrík hreinsun og fituhreinsun sem hentar á fjölmörg yfirborð á auðveldan og skilvirkan máta.
Interflon Eco Degreaser er vistvænt hreinsiefni og er með evrópska umhverfismerkið Eco-Label og er matvælavottað NSF-A1 með skráningarnúmerið: 153150.
Inteflon Eco Degreaser er tilbúið til notkunar og hentar til daglegra þrifa á margskonar yfirborð s.s.: ryðfrítt stál, plast, gler, marmara, keramik og textíl. Þrif á verkfærum og flötum með lífrænum óhreinindum, sérstaklega þar sem fita er í matvælaiðnaði.
Hentar fyrir hreingerningu undir HACCP hreinsikerfinu.
Virkar mjög vel á: tjöru, olíu, feiti, blek, lím, vax og margt fleira.
Notkunarleiðbeiningar:
- Málmyfirborð: úðið beint á yfirborðið og leyfið efninu að standa í smá stund (20-40 sekúndur fer eftir óhreinindum). Þurrkið af með rökum klút og þurrkið síðan með þurrum klút.
- Matvælaiðnaður áhöld og yfirborð: setjið efnið á og leyfið því að vinna í smá stund og skolið svo af. Setjið ekki á málaða fleti eða polycarbonate án þess að prófa á lítt sjáanlegum stað til þess að byrja með. Blandið ekki saman við aðrar gerðir hreinsiefna. Forðist að anda að ykkur úða.
- Gler og keramik: Setjið efnið á yfirborðið sem á að hreinsa, leyfið efninu að vinna í smá stund og þurrkið síðan með þurrum klút.