Triodan Extra er basískt / alkalískt hreinsiefni (lagnasápa) án klórs til heithreinsunar á mjaltabúnaði og kælitönkum. Triodan Extra er fyrir handvirka og sjálfvirka skömmtun í tengslum við sjálfvirkan þvott.
Triodan Extra er sterkt basískt hreinsiefni með góða eiginleika sem leysa upp óhreinindi. Triodan Extra inniheldur samsett efni sem gera vöruna sérstaklega hentuga í tengslum við meðalhart/hart vatn og þar sem vinnsluvatnið er endurunnið. Notið ekki á ál eða aðra yfirborðsfleti sem þola ekki basa.
Vöruna er einnig hægt að nota í öðrum atvinnugreinum og til annarra nota, með samkomulagi við ráðgjafa Novadan.
Varan uppfyllir almennar kröfur matvælalaga um hreinsiefni sem notuð eru í matvælaframleiðslu-fyrirtækjum. Þetta þýðir að við eðlilega notkun og skammta eða við fyrirsjáanlegar aðstæður flytur varan enga efnisþætti yfir í matvæli í þeim mæli að heilsu manna kunni að stafa hætta af.
Leiðbeiningar
- Skolaðu með volgu vatni (25-40°C).
- Þvoðu rýmið/tankinn með 75-80°C heitu vatni með 0,5 dl af Triodan Extra í 10 lítrum af vatni.
- Vinnslutími: 5-10 mínútur.
- Lágmarks lokahitastig 40°C.
- Skolaðu með köldu vatni.
- Litur: Gulleitur
- Sýrustig (pH) óblandað: >13,0
- Sýrustig (pH) blandað (vatnslausn): 0,5 % 15°dH ~ 12,5
ATH! Blandið aldrei saman súrum og basískum hreinsiefnum!