Commissioning Cleaner er mjög öflugt fjölnota hreinsiefni sem fjarlægir útfellingar, ryð, olíu og fitu. Commissioning Cleaner er ætlað til notkunar á lagnakerfi og katlakerfi þar sem efninu er hringrásað í gegnum lagnir með hringrásardælu. Commissioning Cleaner hentar einnig til hreinsunar á lokuðum lagnakerfum, efninu er hringrásað um lagnir í blöndunarhlutföllum 5-10%, en styrkleikinn veltur á því hversu mikil óhreinindi og tæring er til staðar. Öruggt til notkunar á Zink, Tin, ál og aðra málma.
Commissioning Cleaner er lágfreyðandi efni og fjarlægir útfellingar, ryð, olíu og fitu samtímis.
Upplýsingar
Litur: Ljós-gult
Efnisgerð: Fljótandi
pH gildi: 8,5-9,0 m.v. 20% blöndu
Leiðbeiningar fyrir lokuð lagnakerfi s.s. sumarbústaði, gólfhitalagnir o.fl.. :
Tæmið lagnakerfið alveg ef að þörf er á því (ef að lagnir eru mjög óhreinar).
Yfirfarið lagnir til að meta ástand og óhreinindi. Best er að skola öll lausleg óhreinindi út áður en meðferð hefst.
Fyllið á lagnakerfið með fersku vatni.
Bætið inn á kerfið 5-10% upplausn af Commissioning Cleaner.
Skolið lagnakerfið með hringrásardælu í 5 – 8 klukkustundir á mesta hita sem kerfið leyfir.
Tæmið lagnakerfið og skolið út með fersku vatni þar til það kemur hreint í gegnum lagnakerfið.
Ef að kerfið er ekki nægjanlega hreint, endurtakið liði 3-6
Fyllið á lagnakerfið með nýrri blöndu af lagnafrostlegi.
Skoðið kerfið reglulega sem og fylgist með vökvanum á því.