Anti-Graffiti “24-7” er veggjakrotsvörn sem ætluð er á slétt og gróf yfirborð. Efnið er notað á grófa fleti eins og steypu og þess háttar sem draga í sig raka og þola vatn sem og slétta fleti svo sem plast, eða klæðningar. Anti-Graffiti “24-7” skilur eftir sig ósýnilega filmu sem hindrar bindingu graffiti málningu og málningar sprey við flötinn. Myndar einnig vatnsfráhrindandi filmu. Athugið að það má ekki nota efnið á ómeðhöndlað járn.
Notkun:
- Notist óblandað
- Grófir rakadrægir fletir: 1L á 10m²
- Sléttir fletir (plast og klæðningar): 1L á 20m²
- Eftir þrif á veggjakroti þarf að endurhúða flötinn með Anti-Graffiti “24-7”
Athugið! Ef skola þarf Anti-Graffiti “24-7” efnið af yfirborði skal notast við basíska sápu og volgt vatn.