Öryggishjálmur 3M SecureFit X5000 líkist helst klifurhjálmi og var þróaður með það í huga að uppfylla hámarksöryggi ásamt því að vera eins þægilegur og hægt er án þess að fórna öryggi.
3M SecureFit hjálmurinn situr mjög þétt að höfuðinu, hann kemur með hökubandi og höfuðgrindin er öll riffluð til að leggjast betur að höfuðinu. Höfuðgrindin sjálf innanvert í hjálminum er með stilliskrúfu í þeim tilgangi að þrengja hann hratt og örugglega. Hjálmurinn er með öndun/loftgötum til að minnka hitamyndun innanvert í honum.
3M öryggishjálmarnir eru með svokallað Uvicator™ sem er lítil rauð skífa aftanvert á hjálminum og segir til um ástand hans gangvart útfjóublárri geislun (UV geislun), þegar þessi skífa er orðin hvít skal skipta strax um öryggishjálm.
Hægt er að fá ýmiskonar á SecureFit hjálmana sem hægt er að sjá í tæknilýsingu og vörulista í fylgiskjölum en meðal þess sem fæst er svitaband, innfelld öryggisgleraugu, andlitshlífar, andlitsnet og heyrnarhlífar svo eitthvað sé nefnt.
3M SecureFit fæst í 8 mismunandi litum: hvítur, gulur, blár, rauður, grænn, appelsínugulur, svartur og skærgrænn – Suma liti þarf þó að sérpanta.







Uppfyllir eftirfarandi staðla
- EN 12492:2012 (Eingöngu X500V og X5000VE)
- EN 397:2012+A1:2012
*** ATHUGIÐ að 3M SecureFit uppfyllir bara annan staðalinn í einu, það þarf að breyta festingum á höfuðólinni til að færa hann milli staðla.
Ítarlegri upplýsingar má sjá í fylgiskjölum
Hér fyrir neðan má sjá nokkur fróðleg myndbönd um 3M SecureFit öryggishjálminn, kosti hans og stillingar.