Kränzle Round Cleaner UFO er snúningsbursti (diskur), þetta er 30cm diskur sem lyftist frá gólfi og stéttum þegar verið er að nota hana. UFO háþrýstiburstinn þvær í hringi og passar upp á það að óhreinindin skvettist ekki út um allt líkt og gerist með venjulega stúta og kraftstúta. Mjög sniðug græja í pallaþrifin, gólfþvottin á verkstæðinu og hellulagðar stéttar, hreinsar vel mosan sem myndast á milli hellna.
Upplýsingar:
- Létt og meðfærilegt
- Vatnsmagn að lágmarki 10 ltr á mínútu en mest 12 ltr á mínútu
- Mesti þrýstingur 180 bör
- Mesti vatnshiti 60°C
- Skrúfast framan á smúlbyssuna í staðinn fyrir stúta