Mjög afkasta- og aflmikil háþrýstidæla úr Quadro línunni. Hjólabúnaður sem auðveldur flutning, stór fjaðrandi gúmmíhjól, undirvagn úr ryðfríu stáli, áföst slöngutromla með niðurleggjanlegu handfangi, vírofin háþrýstislanga með 20 metra slöngu. Quadro 1000 TST háþrýstidælan er 400V, 3ja fasa 12A með 7,5 mtr rafmagnssnúru og upphengi, kraftstútur og flatur stútur með ryðfríu stálröri. Geymsluhólf fyrir rofabyssu og stúta. Total-Stop-kerfi með seinkaðri mótorstöðvun. Öryggisstopp. Vatnstankur. Sápusogsbúnaður. Bremsur.
Total-Stop (TS) er kerfi sem slekkur algerlega á mótornum þegar hætt er að dæla.
Lýsing quadro 1000 TST
- Vinnuþrýstingur: 30-220 bar / 3-22 MPa
- Hámarksþrýstingur: 250 bar / 25 MPa
- Vatnsflæði: 16 lítrar á mínútu / 960 lítrar á klukkustund
- Vatnstankur (forðabúr): 16 lítrar
- Vatnshitastig (mesta hitastig): 60°C
- Snúningshraði mótors: 1400 rpm
- Rafmagnstenging: V | ~ | Hz | A :> 400V | 3ja fasa | 50Hz |12A
- Mótorstærð / aflnýting: 7,5 kW / 5,5kW
- Þyngd: 89 kg
- Stærð: 770 x 570 x 990
Aukahlutir / varahlutir í þessa dælu:
- Stálvírofin slanga v.nr: 20(DN6) | 41083
- Háþrýstibyssa v.nr: Starlet | 123272
- Flatur stútur v.nr: 05 | 12420-D2505
- Kraftstútur (túrbóstútur) v.nr: 05 | 12430-05
Ítarlegri lýsing í fylgiskjölum