K2 Lamp Doctor er massi sem ætlaður er til notkunar á framljós ökutækja sem orðin eru mött og gulnuð. Hægt er að notast við handafl eða með slípívél. Hentar einnig til að slípa plexígler s.s. hlífar á mótorhjólum, glugga í hjólhýsum og fleira.
Leiðbeiningar fyrir vélslípun
- Setjið málningarlímband á fletina í kringum ljósið til að verja þá.
- Mjög illa farin ljós er best að pússa með 2000 – 3000 vatnspappír til að slétta yfirborðið sem mest.
Leiðbeiningar fyrir handslípun
- Hreinsið (fituhreinsið) yfirborð
- Setjið massann á með svamp eða örtrefjaklút og nuddið þar til að yfirborðið er farið að glansa