Evapo-Rust Thermocure er hreinsiefni fyrir vatnskassa og kælikerfi sem hreinsar útfellingar og ryð ásamt óhreinindum sem kunna að safnast í vatnsgangi. Með tíð og tíma safnas fyrir í vatnsgangi véla ýmiskonar útfellingar sem bæði valda því að bíllinn getur ofhitnað en það getur líka valdið því að miðstöðarkerfi í bílum hitnar ekki nægjanlega vel. Evpao-Rust Thermocure hjálpar til við að hreinsa þessar útfellingar.
Evapo-Rust Thermocure er án eituefna, ekki ætandi og ekki eldfimt. Skaðar á engan hátt vatnsgang né vélar.
1 brúsi af Evapo-Rust Thermocure er 946ml og getur meðhöndlað allt að 11,5 lítra vatns- og kælikerfi.
Leiðbeingingar
1. Tæmið kælikerfið (yfirleitt er tappi/ventill neðarlega á vatnskassanum).
2. Lokið fyrir aftöppunina og setjið Thermocure á kælikerfið og fyllið á með vatni.
3. Látið vélina ganga, eða keyrið í 3-4 klukkutíma. Efnið má þess vegna liggja á kælikerfinu í nokkra daga án þess að það valdi skemmdum.
4. Skolið kælikerfið 2 sinnum með vatni.
5. Setjið blöndu af góðum langtíma frostlegi sem er blandaður til móts við vatn eða 50:50 frostlögsblöndu á kælikerfið.
Athugið ekki er hægt að framkvæma þetta í frosti.