Heskins Aqua-Safe eru hálkuborðar sem ætlaðir eru í blaut rými s.s. baðherbergi, sturtur, þvottahús, eldhús og á fleiri staði. Aqua-Safe hálkuborðarnir eru án korna (svarfefna) þannig að það er hægt að ganga á þeim á sokkum eða berum fótum án þess að það rífi eða rispi. Það er auðvelt að hreinsa Aqua-Safe hálkuborðana og það má einnig notast við léttar skúringavélar ef þörf þykir á því svæði sem borðarnir eru.
Almennt um stærðir og liti á Aqua-Safe
Hægt er að fá Heskins Aqua-Safe hálkuborðana í ýmsum breiddum allt fá 19mm upp í 1168mm. Breiddir frá 10mm og upp í 18mm er hægt að sérpanta en þær stærðir þarf alltaf að panta í lágmarksmagni. Stærðir sem liggja á lager hjá birgja eru eftirfarandi: 25mm, 50mm, 75mm, 100mm og 150mm. Allar breiddir koma á rúllum með samtals 18,3 lengdarmetrum.
- Lengdir: Það eru 18,3 metrar af hálkuborða á rúllu
- Breidd (staðlaðar breiddir á lager): 25 mm, 50 mm, 75 mm, 100 mm og 150 mm (það er hægt að fá hálkuborðana breiðari í sérpöntun)
- Grófleiki: Aqua-Safe fæst ekki í mismunandi grófleika.
- Litamöguleikar: Svartur, Grár, Hvítur, Beis og Glær.