Hálkuborði sem er án svarfefna (korna / sandpappírsáferð). H3415 Hálkuborðinn er gúmmíkenndur og mjúkur viðkomu en samt stamur í bleytu og þar sem hálka er. H3450 og H3451 eru stífari með grófara yfirborð en stamir í bleytu og hálku.
Henta bæði innandyra sem og utandyra en sérstaklega vel þar sem er skólaus umferð og jafnvel undir bera fætur, þeir eru vænir fyrir fatnað og húð. Borðarnir eru vatnsheldir og það er auðvelt að þrífa þá.
Staðlaðar stærðir eru: 25mm, 50mm, 75mm, 100mm og 150mm en það er hægt að fá þessa hálkuborða sérskorna í breiddinni 12mm to 1346mm,
Ef að þú vilt fá þínar rúllur í sérstærð á milli 12mm og 1346mm þá ekki hika við að hafa samband við sölumann til að fá verð.
Við eigum til prufur af þessum hálkuborðum, hafðu samband við sölumann eða komdu við í Kemi, Tunguhálsi 10 ef að þú vilt skoða prufur af þessum hálkuborðum.
Áferð og grófleiki
- H3415 miðlungsgrófur og gúmmíkenndur (án svarfefna / korna)
- H3450 og H3451 grófur (án svarfefna / korna) *** H3451 er þynnri útgáfa en sama áferð.
*** Það tekur c.a. 10 virka daga að fá þessa hálkuborða til landsins eftir að pöntun hefur verið staðfest!
Litamöguleikar
H3415 – Gúmmíkennd áferð og mjúkur viðkomu

H3415N
Svartur
Fínn / mjúkur

H3415W
Hvítur
Fínn / mjúkur

H3415N
Grár
Fínn / mjúkur

H3415Y
Gulur
Fínn / mjúkur

H3415T
Glær
Fínn / mjúkur
H3450 – Grófara yfirborð og stífari viðkomu

H3450N
Svartur
Grófur

H3450W
Hvítur
Grófur

H3450S
Grár
Grófur

H3450B
Blár
Grófur

H3450T
Glær
Grófur
H3451 LEAN – Þynnri útgáfa af H3450 – Fæst bara í svörtum lit

H3451 LEAN
Sama áferð og er á H3450 hálkuborðanum en þessi útgáfa er þynnri og hentar til dæmis vel þarf sem þarf að fella ofan í prófíla sem oft eru sett fremst á stigaþrep og þess háttar.
Hér fyrir neðan má myndband sem sýnir hvernig þessir borðar eru lagðir