Metal Clean F er fjölnota hreinsiefni og fituhreinsir. Metal Clean F er með NSF H1 matvælavottun og hentar því til notkunar í matvælavinnslum, eldhúsum sem og í lyfjaiðnaði. Virkar á mjög áhrifaríkan máta á fitukennd óhreinindi og olíu, tjöru, resín, límrestar, sílikon, prótein, sykur, asbest og margskonar önnur erfið óhreinindi.. Smýgur vel, gufar hratt upp en hefur tímabundna smureiginleika, skilur ekki eftir sig neinar efnaleifar. Metal Clean F brotnar niður í náttúrunni og er unnið alfarið úr endurnýtanlegum efnum.
Metal Clean F hentar mjög vel til þess að hreinsa vélaparta í tækjabúnaði í matvælavinnslum s.s. legur, gíra, belti, færibönd og margt fleira. Einnig má nota efnið til þess að hreinsa margskonar veggjakrot s.s. túss, liti, blek og ýmis spreylökk. Metal Clean F hentar ekki á plasthluti, gúmmí eða öryggisgler.
Metal Clean er matvælavottað hreinsiefni NSF H1 skráningarnúmer 156455
Kostir:
- Mjög öflugur úði
- Fjarlægir fitu, olíu og smurefeiti og önnur óhreinindi
- Gufar hratt upp og skilur ekki eftir neinar efnaleifar
- Inniheldur engin klór-leysiefni
- Hægt er að nota úðabrúsann í allskonar stellingum, líka á hvolfi